• IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • Forsíða

Vetrarfrí 20.-21. febrúar

VetrardagskráKæru foreldrar og forráðamenn við viljum minna ykkur á vetrarfrísdagana sem framundan eru, mánudag og þriðjudag 20. og 21. febrúar. Þá eru nemendur og starfsfólk skólans í vetrarleyfi. Frístundaheimilið Klapparholt er lokað þessa daga. Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. febrúar. Við vonum að allir eigi gleðilegt og gott vetrarfrí.

Við viljum vekja athygli ykkar á áhugaverðri dagskrá frístundamiðstöðva og menningarstofnana í vetrarfríinu fyrir fjölskylduna. Hér má sjá auglýsingu um viðburði í vetrarfríinu: Dagskrá. Hér má sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar: Margt í boði fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu

Lesa >>


Þjóðlegur dagur

Á morgun föstudaginn 10. febrúar verður þjóðlegur dagur hjá okkur í Norðlingaskóla. Þá eru nemendur og starfsmenn hvattir til að mæti í einhverju þjóðlegu.  Í Norðlingaskóla er fjölþjóðlegt samfélag og verður gaman að sjá fjölbreyttnina. 

IMG 0631

Lesa >>


Starfsdagur

Í dag mánudaginn 30. janúar er starfsdagur í Norðlingaskóla. Þá fellur öll kennsla niður. Skóli hefst þriðjudaginn 31. janúar samkvæmt stundastká.

 

Lesa >>


Borg, borgarhljóð

BorgarhljóðKæru foreldrar

Í anddyri aðalbyggingar Norðlingaskóla hefur nú risið borg sem miðstigið vann í myndlist og tónlist. Annar helmingur miðstigsnemanda var í Listum í Lundi nú á haustönn í blönduðum hópum og hinn helmingurinn verður á komandi vorönn.
Verkin eru hús unnin að hluta úr endurvinnanlegu efni. Nemendur unnu ýmist einstaklingsverk eða í litlum hópum, tveir til þrír nemendur saman.
Húsin eru m.a. unnin úr pappakössum, klósettrúllum og eggjabökkum. Krakkarnir unnu verkin með límbyssum, dúkahnífum, gifsi í renningum og málingu.
Í tónlist fengu nemendur það verkefni að ímynda sér hvernig borgin myndi hljóma og var tónverkefni þeirra að velja og setja saman hljóm borgarinnar. Út frá þeirri vinnu setti kennari saman umhverfishljóðverk, sem hljómar á morgun á smráðsdegi ,föstudeginum 27. janúar. Hér má sjá myndir frá vinnu við borgina.

Lesa >>


Upptakturinn, Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna.

takturUpptakturinn – Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna er spennandi verkefni á vegum Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og RÚV.
Upptakturinn leggur áherslu á að hvetja börn og unglinga til að semja sína tónlist og senda inn tónsmíð, eða drög að tónverki.
Dómnefnd sem skipuð er fagmönnum velur úr innsendum hugmyndum.
Þau verk sem valin eru, verða fullunnin í vinnustofu með aðstoð tónskálda og fagfólks í tónlist. Vinnustofan fer fram í Listaháskóla Íslands og í Hörpu, dagana 10.–18. mars 2017.

Lesa >>

Eldri fréttir