• Forsíða

Skólaboðun og skólasetning haustið 2016

Starfsfólk Norðlingaskóla óskar öllum gleðil- og sólríkra daga í sumar og þakkar einstaklega gott samstarf í vetur
Samkvæmt skóladagatali verður skólasetning Norðlingaskóla, 22. ágúst í Björnslundi kl. 16:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst.

Lesa >>

Prenta |

Yngstu nemendur Norðlingaskóla safna fyrir námsgögnum handa jafnöldrum sínum

3 4bekkurÞað voru duglegir og áhugasamir nemendur í 1.- 4. bekk Norðlingaskóla sem tóku þátt í UNICEF- hlaupinu, mánudaginn 30. maí.
Verkefnið er í samstarfi við UNICEF á Íslandi þar sem markmiðin eru að fræða nemendur um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og virkja þá til samtöðu með jafnöldrum sínum víða um heim. Í ár var lögð sérstök áhersla á Sýrland og í fræðslumyndbandi sem sent var út með verkefnisgögnum fjallaði Ævar vísindamaður um landið, stríðið og börn á flótta.
Er skemmst frá því að segja að hlaupið gekk vel og safnaðist álitleg upphæð í átakinu eða um 470 þús, en sú upphæð dugar til að fjármagna námsgögn handa um 7000 börnum víða um heim.

Prenta |

Skólaslit og vorhátíð foreldrafélagsins í dag

 

skolaslitSkólaslit Norðlingaskóla og vorhátíð foreldrafélagsins verða í dag, miðvikudaginn 8. júní á lóð skólans, sunnan meginn. Hátíðin hefst kl. 16:00 og lýkur um kl. 18:00. Foreldrafélagið býður upp á grillaðar pylsur og skemmtun fyrir börnin. 

Prenta |

Fleiri greinar...