• Forsíða

Menningarmót Norðlingaskóla

menningMenningarmót Norðlingaskóla heppnaðist einstaklega vel. Allir nemendur frá 6-16 ár settu upp sitt persónulega menningarsvæði. Þar kynntu nemendur áhugamál sín og ýmsa persónulega og áhugaverða hluti sem einkenna þá og þeirra menningu. Í stuttu máli má segja að sýningin hafi verið stórkosleg, það var ótrúlega margt spennandi og áhugavert að sjá hjá nemendum. Þá var mæting foreldra einstök og áttu nemendur, foreldrar og starfsmenn innhaldsríkan dag. Lesa má nánar um menningarmótið hér.
Hér má sjá myndir frá menningarmótinu MYNDIR
Hér má sjá myndir frá generalprufunni MYNDIR

 

Prenta |

Nesti og nýir skór

Síðasta föstudag komu allir nemendur úr 1. bekk á skólasafnið og fengu bókina Nesti og nýir skór, úrval úr íslenskum barnabókum sem öll sex ára börn á landinu fá að gjöf frá IBBY á Íslandi. IBBY er áhugafélag um barnamenningu og barnabókmenntir. Í bókinni eru ljóð, sögur og myndir sem hafa heillað íslensk börn um árabil. Bókin er unnin í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög um allt land, þar á meðal Reykjavík og er bókin gott framlag í þjóðarátaki um læsi. Nánari upplýsingar eru inni í sjálfri bókinni og á www.ibby.is.

a

Prenta |

Sækja börnin í skólann

Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs.
Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt.
Hér er átt við börn yngri en 12 ára. 

 

Enska:
The weather conditions in the Reykjavik area has deteriorated and parents and guardians, of children younger than 12, are asked to pick up their children at the end of the school day or afterschool programs.

Prenta |

Menningarmót - Fljúgandi teppi

menningarmot regnhlifKæru forráðamenn

In English 

 Þessa daganna erum við að vinna verkefnið  „Menningarmót – Fljúgandi teppi“.

Verið hjartanlega velkomin á menningarmótið okkar!

Tími: Miðvikudaginn 19. október kl. 08:30 – 09:50 er forráðamönnum boðið.

Staður: Norðlingaskóli – Kennslusvæði nemenda

Á menningarmótum fá þátttakendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans.. Hver þátttakandi er með sitt „svæði“ og kynnir sín áhugamál og sína menningu, sem þarf ekki endilega að vera þjóðarmenning heldur fyrst og fremst það sem skiptir mestu máli fyrir hvern og einn. Þátttakendum gefst einnig tækifæri til að vera með uppákomu, dans, tónlist, leiklist, kynningu á netinu, glærur og jafnvel stutt erindi á opnun menningarmótsins ef áhugi er fyrir hendi. Allir eru þátttakendur og áhorfendur um leið.

 
   
Lesa >>

Prenta |

Vetrarfrí 20.-24. október

Merki skolansKæru foreldrar og forráðamenn  við viljum  minna ykkur á vetrarfrísdagana sem framundan eru, fimmtudaginn 20. - föstudaginn 21.- og mánudaginn 24. október. Þá eru nemendur og starfsfólk skólans í vetrarleyfi. Frístundaheimilið Klapparholt er lokað þessa daga. Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. október.  Við vonum að allir eigi gleðilegt og gott vetrarfrí.

Prenta |

Fleiri greinar...