hausbanner

HVERFASKIPULAG 6. BEKKJAR HÓFST Í MORGUN

þann .

skipulagNemendur í 6. bekk hófu í morgun vinnu við skipulagsmódel af hverfinu okkar. Að sjálfsögðu var byrjað á grunninum, holti, melum og móum, torgum, götum og görðum. Módelið mun síðan verða notað sem tæki til samráðs við íbúa hverfisins þar sem þeim er boðið að koma með hugmyndir um breytingar og nýja framtíðarsýn fyrir sitt hverfi. Þegar módelsmíðinni verður lokið mun nemendum í 6. bekk gefast færi á að nota módelið til að koma að sínum hugmyndum um breytingar eða úrbætur í hverfinu.Nemedur voru áhugasamir og glaðir við hönnunarvinnuna enda verkefnið skemmtilegt og skapandi.  MYNDIR

Matsdagur, skertur dagur á morgun 11. maí.

þann .

Merki skolansKæru foreldrar og forráðamenn
Við minnum á að eins og fram kemur á skóladagatali Norðlingaskóla verður matsdagur á morgun miðvikudaginn 11. maí. Matsdagur er skertur dagur en í því felst að nemendur mæta í skólann skv. stundaskrá og fara heim eftir hádegismat kl. 12:00. Nemendur sem eru skráðir í Klapparholt fara beint í frístund að loknum hádegisverði. Matsdag nota starfsmenn til að undirbúa vorannarmat.

Nemendur í 6. bekk skipuleggja hverfið okkar

þann .

mynd1Á vegum umhverfis- og skipulagsvið Reykjavíkurborgar er nú unnið að hverfisskipulagi fyrir alla Reykjavík (sjá: www. hverfisskipulag.is).

Yfirmarkmið hverfisskipulagsins er að stuðla að því að hverfi borgarinnar verði sjálfbærari, vistvænni og meira heilsueflandi. Undir þetta flokkast m.a. eftirfarandi markmið:
• Að stuðla að því að mannvirki, almenningsrými, götur, torg og garðar séu hönnuð og byggð upp þannig að til verði fallegir og góðir staðir sem hvetji til samveru og heilsueflandi athafna.
• Að færa mótun hverfisskipulagsins nær íbúum og hagsmunaaðilum með virku samráði í hverfunum.
Einn hluti þessa virka samráðs við íbúa hverfanna er að ráðast í vinnu sem byggir á erlendri aðferðafræði sem heitir „Planning for Real“, en við höfum þýtt sem SKAPANDI SAMRÁÐ.

Vorskóli og skiptidagur

þann .

skiptidagur 089Í dag mættu verðandi fyrstu bekkingar án foreldra og unnu með verðandi annars bekkingum. Ekki var annað að sjá en að allir væru glaðir og vinnusamir. Hér fyrir neðan má sjá myndir af komandi 1.-2. bekk skólaárið 2016-2017. Meðan nýnemarnir voru í heimsókn hjá 1. bekk, fór 2. bekkur í heimsókn upp til 3. bekkjar en 4. bekkur fór í heimsókn Í Brautarholt og hitti þar 5.- 6. bekk. Sjöundi bekkur fór í heimsókn upp í unglingadeild og hitti þar 8.- 9. bekk. Tíundi bekkur fór hins vegar niður í Holtið og lærði  þar. Það má því segja að allur skólinn hafi ýmist verið að taka á móti gestum eða í heimsókn í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndir af verðandi 3.- 4. bekk, 5.- 7. bekk og 8.- 10. bekk skólaárið 2016-2017.

Myndir frá vorskólanum

Myndir frá skiptideginum

Vorskólinn 2016 settur

þann .

IMG 5909

Í sól og svalri blíðu var vorskóli Norðlingaskóla settur í dag. Nýir nemendur voru glaðir og spenntir enda ekki á hverjum degi sem skólaganga hefst. Umsjónarkennarar í 1.-2. bekk tóku á móti nýnemunum og fóru með þá á vinnusvæði. Foreldrar fengu hins vegar kynningu á starfi skólans. Að lokum voru teknar myndir af nýnemunum. Á morgun mæta síðan nemendur í skólann en foreldrar verða heima. Smellið á myndina til að stækka hana.